Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íþróttasjóður auglýsir eftir umsóknum

18.09.2020

Íþróttasjóður auglýsir eftir umsóknum. 

Fyrir hverja? Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Til hvers? Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að jafnrétti í íþróttum. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Vakin er athygli á því að sama íþróttafélag eða sama deild innan íþróttafélags sem hefur margar deildir, getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarfresti.

Umsóknarfrestur: Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2020, kl. 16:00. Nánari upplýsingar er að finna hér.