Evrópuleikar Krakow 2023
Þriðju Evrópuleikarnir verða haldnir árið 2023 í borginni Krakow í Póllandi. Áður hafa leikarnir verið haldnir í Bakú í Aserbaídsjan árið 2015 og Minsk í Hvíta-Rússlandi árið 2019. Fyrir skemmstu áttu fulltrúar aðstandenda leikanna fund með Evrópsku Ólympíunefndunum. Þar var farið yfir hugmyndafræði leikanna og tillögur að keppnisgreinum voru lagðar fram. Við val á íþróttagreinum var horft til þess að sem flestar gæfu keppnisrétt á Ólympíuleikana í París sem fram fara árið 2024. Ekki er um endanlegan lista að ræða þar sem lokaviðræður eru eftir um útfærslu við viðeigandi Evrópsk og Alþjóðleg sérsambönd.
Alls eru 23 íþróttir á greinalistanum, eru þær:
Bogfimi Karfa 3x3 Sundfimi Grísk-rómversk glíma (wrestling)
Badminton Break dans Kanó Hjólreiðar (fjalla- og götu)
Skylmingar Fimleikar Judo Rúgbí (7manna)
Fjallahlaup Skotíþróttir Klifur Nútíma fimmtarþraut
Þríþraut Borðtennis Lyftingar Skíðastökk-sumar
Karate Strandhandbolti Blak (og strandblak)
Nánari upplýsingar um Evrópuleikana má sjá á vefsíðunni Eurolympic.org.