Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Göngum í skólann 2020 - Rimaskóli

16.09.2020

Það er gaman að fá frásagnir og myndir frá því sem fer fram í grunnskólum landsins í tilefni af Göngum í skólann verkefninu. Nýverið sendi Rimaskóli inn stutta frásögn og mynd með: „Bekkurinn 10. JÓ hefur tekið þátt í Göngum í skólann verkefninu frá upphafi. Nemendur ganga til og frá skóla og að auki fer bekkurinn einu sinni í viku í 40 mínútna göngutúr um hverfið með umsjónarkennara. Þessi göngutúr hefur góð áhrif á geðheilsuna því hreyfingin, útiveran og samræðurnar á leiðinni létta lund“.

Fjöldi skóla sem tekur þátt hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum en fyrst þegar verkefnið fór af stað árið 2007 tóku 26 skólar þátt og í fyrra voru alls 74 skólar skráðir til þátttöku. Það verður gaman að sjá hvort fleiri skólar taki þátt í ár! Það er einfalt að skrá skóla til þátttöku en það er gert með því að smella hér, eða fara inn á vefsíðu Göngum í skólann.

Vefsíða Göngum í skólann

Myndin með fréttinni er frá íþróttadeginum sem Rimaskóli hélt í sumar.