Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Þjálfaramenntun ÍSÍ hefst nk. mánudag

15.09.2020

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 21. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.

Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Ný og efnismikil bók, Þjálffræði, verður nú tekin í notkun í Þjálfaramenntuninni. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. 
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. 
Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.-

Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 18. september. 

Slóð á skráningu á öll stig í haustfjarnám Þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020.

Allar nánari uppl. um fjarnámið og Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 og 863-1399 eða á vidar@isi.is