Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Ársþing ÍSS

14.09.2020

21. Skautaþing Skautasambands Íslands (ÍSS) var haldið 13. september sl. Þingið hafði frestast frá því í vor vegna Covid-19 og voru ýtrustu sóttvarnarreglur viðhafðar á þinginu núna. Ný stjórn var kjörin á þinginu. Guðbjört Erlendsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér áfram. Nýr formaður var því kjörin Svava Hróðný Jónsdóttir en hún hefur gegnt stöðu varaformanns undanfarin 4 ár. Tvö sæti voru laus í aðalstjórn og voru tveir í framboði, þær María Fortescue og Þóra Sigríður Torfadóttir og voru þær því sjálfkjörnar. Fyrir í aðalstjórn voru Ingibjörg Pálsdóttir og Stefán Hjaltalín. Tveir voru í framboði um tvö sæti í varastjórn og voru því sjálfkjörnir Jóhanna Helga Þorkelsdóttir og Hulda Líf Harðardóttir.

Fráfarandi formaður, Guðbjört Erlendsdóttir, var heiðruð með fyrsta gullmerki ÍSS. Guðbjört hefur unnið langt og merkilegt starf fyrir skautaíþróttina á sviði stjórnar- og dómarastarfa og er m.a. fyrsti alþjóðadómari Íslands. Henni er þakkað frábært og óeigingjarnt starf í þágu skautaíþrótta á Íslandi.

Viðar Garðarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.