Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Sigmundur Hermundsson heiðraður

10.09.2020

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, sæmdi í gær Sigmund Hermundsson Gullmerki ÍSÍ, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fyrir góð störf í þágu íþrótta á Íslandi. Afhending viðurkenningarinnar fór fram á heimili Sigmundar í Garðabæ.

Sigmundur hefur komið víða við í störfum sínum fyrir íþróttahreyfinguna og setið í stjórnum íþróttafélaga, íþróttahéraðs og sérsambands. Sigmundur var fjölhæfur íþróttamaður og keppti í handknattleik, knattspyrnu og frjálsíþróttum á sínum íþróttaferli. Hann sat m.a. í stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, Ungmennasambands Borgarfjarðar, Umf. Íslendings og í stjórnum bæði handknattleiksdeildar og knattspyrnudeildar Umf. Stjörnunnar. Hann sinnti einnig hlutverkum liðsstjóra og fararstjóra í mörgum verkefnum innan hreyfingarinnar.

ÍSÍ óskar Sigmundi til hamingju með heiðursviðurkenninguna, með þakklæti fyrir hans góða framlag til íþróttahreyfingarinnar í gegnum árin.

Myndir með frétt