Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Háttvísisdagurinn 2020

07.09.2020

Í dag, þann 7. september, er Háttvísisdeginum (World Fair Play Day) fagnað á alþjóðavísu í fyrsta skipti en áætlað er að dagurinn verði haldinn hátíðlegur á hverju ári hér eftir.

Alþjóðlega háttvísisnefndin (International Fair Play Committee) hefur starfað síðan árið 1963, en hún var stofnuð í París í Frakklandi m.a. af alþjóðlegum íþróttasamtökum og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Frá því nefndin var stofnuð hefur hún talað fyrir háttvísi og heiðarleika í íþróttum.

Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands er umhugað um að íslenskt íþróttafólk hafi heiðarleika og háttvísi að leiðarljósi. Í siðareglum ÍSÍ sem sjá má hér er fyrsta reglan: „Komdu fram að fullkomnum heilindum og háttvísi gagnvart sjálfum þér og öðrum“. Siðareglur ÍSÍ eiga við um alla aðila innan ÍSÍ og sambandsaðila, þ.e. sérsambönd og héraðssambönd/ íþróttabandalög og í öllu starfi og viðburðum sem skipulagðir eru af íþróttahreyfingunni. 

Til er vefsíða tileinkuð Háttvísisdeginum sem má sjá hér, en dagurinn er einnig með síðu á facebook hér.