Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Dagur í lífi skylmingamanns

07.09.2020

Andri Nikolaysson Mateev, margfaldur Íslandsmeistari í skylmingum og lykilmaður í landsliði Íslands, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ nk. miðvikudag þann ‪9. september‬. Hann vann það einstaka afrek á síðasta ári að verða Norðurlandameistari og Íslandsmeistari í karlaflokki, í liðakeppni og í flokki 20 ára og yngri. Hann hefur unnið öll mót sem haldin hafa verið á Íslandi síðastliðin ár ásamt því að ná 8. sæti á Viking Cup 2018, sterku heimsbikarmóti sem haldið var á Íslandi. Nú einbeitir hann sér að aðalmarkmiði sínu sem er að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Fylgstu með Andra á Instagrami ÍSÍ og kynnstu því hvernig dagur í lífi skylmingamanns sem stefnir á Ólympíuleikana er.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.