Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Samráðsfundurinn „Að lifa með veirunni”

20.08.2020

Heilbrigðisráðherra, í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið, efndi í dag til samráðsfundarins „Að lifa með veirunni“. Fundurinn, sem haldinn var á Hótel Hilton Nordica, var í formi vinnustofu og hann sóttu um 40 lykilaðilar úr ýmsum sviðum samfélagsins. Markmið fundarins var að ræða áframhaldandi stefnu og aðgerðir vegna COVID-19, til lengri tíma litið, stilla saman strengi og móta áherslur sem geta nýst í áframhaldandi vinnu við mótun aðgerða á næstu misserum.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ voru fulltrúar íþróttahreyfingarinnar á fundinum og störfuðu þau í vinnustofu um menningu, íþróttir og dægradvöl.

Í lokin voru pallborðsumræður með heilbrigðisráðherra og þríeykinu góða, þeim Ölmu D. Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, þar sem dregnar voru saman helstu niðurstöður, ræddar leiðir til að nýta samráðið áfram svo best fari og næstu skref. 

Streymt var beint frá fundinum á vef Stjórnarráðsins og var hann einnig sýndur beint á RÚV 2. Upptöku af fundinum má finna hér.

Mynd: Jón Aðalsteinn/UMFÍ