Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Umsóknir vegna sértækra aðgerða

22.07.2020

Vinnuhópur sem framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði til að vinna að útfærslum í tengslum við fjárstuðnings ríkisins við íþróttahreyfinguna vegna Covid-19 er að störfum en verið er að vinna úr þeim umsóknum sem bárust til ÍSÍ vegna sértækra aðgerða.

Auglýst var eftir umsóknum meðal sérsambanda, héraðs- og íþróttabandalaga, íþróttafélögum með aðild að ÍSÍ og UMFÍ og deildum innan íþróttafélaga. Miðað við þær umsóknir sem bárust er áætlað heildartjón í kringum 700 m.kr.

Búið er að kalla eftir frekari gögnum frá nokkrum umsóknaraðilum og var þeim veittur 14 daga skilafrestur. Ljóst er á þeim umsóknum sem bárust að íþróttastarfið gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er gríðarlega umfangsmikil.

Vinnuhópurinn áætlar að tillögur til framkvæmdastjórnar ÍSÍ um styrkveitingar verði tilbúnar undir lok ágústmánaðar.