Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Íþróttablaðið verður aðgengilegt á vefnum

14.07.2020

Vefurinn timarit.is geymir mikinn fróðleik úr fortíðinni en þar eru aðgengileg, á rafrænu formi, fjölmörg tímarit sem komið hafa út á Íslandi.

Íþróttablaðið var fyrst gefið út árið 1925 og hafa fyrstu árgangarnir af blaðinu verið aðgengilegir á vefnum í einhvern tíma. Nú nýverið var undirritaður samningur milli ÍSÍ og Landsbókasafns, sem hýsir timarit.is, um að koma öllum árgöngum Íþróttablaðsins og Ólympíublaðsins inn á timarit.is. Verkefnið er styrkt af Ólympíusamhjálpinni.

Nú þegar hafa fleiri tölublöð af Íþróttablaðinu verið birt á timarit.is og mun bætast við safnið enn frekar á næstu mánuðum. Íþróttablaðið er ómetanleg heimild um íþróttir á Íslandi, okkar helsta afreksíþróttafólk og íþróttahreyfinguna og verður frábært að hafa gott rafrænt aðgengi að þessum upplýsingum í framtíðinni.

Á myndinni má sjá þau Örn Hrafnkelsson og Sóley Eiríksdóttir frá timarit.is ásamt Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Til gamans þá eru hér fyrir neðan tenglar á sýnishorn frá árunum 1925 og 1935.

Íþróttablaðið, 1. árgangur, 1. tölublað, árið 1925.

Íþróttablaðið, 1. árgangur, 1. -2. tölublað, árið 1935.