Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs
Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.
Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi.
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Hún er klínískur sálfræðingur sem hefur unnið við greiningar á geðrænum einkennum og meðferðað þunglyndis- og kvíðaraskanir fullorðinna einstaklinga. Sigurbjörg útskrifaðist með BS gráðu frá Háskóla Íslands 2013 og með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017.
Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við Sigurbjörgu með því að senda póst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 8399100. Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.
Lesa má um samskiptaráðgjafann hér á vefsíðu Geðheilsustöðvar Domus Mentis.