Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Nýr formaður hjá TKÍ

21.06.2020

Þann 18. júní sl. fór fram ársþing Taekwondosambands Íslands (TKÍ). Vel var mætt og góðar umræður sköpuðust um þau helstu málefni sem sambandið tekst á við. Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, var þingforseti. Á þinginu var Lilja Ársælsdóttir kjörin nýr formaður. Aðalmenn í stjórn til tveggja ára voru kjörin Ragnheiður Vidalín Gísladóttir og Haukur Skúlason og aðalmaður til eins árs var kjörin Þórey Guðný Marinósdóttir. Varamenn til eins árs voru kjörin Eduardo Rodriguez, Kristín Þyri Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir. Daníel Jens Pétursson, fimmti aðalmaður stjórnar og kjörinn til tveggja ára á þinginu 2019, lét af störfum sem aðalmaður og við tók Eduardo Rodriguez.

Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.