Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Þrjú Gullmerki ÍSÍ veitt á ársþingi HSÍ

10.06.2020

Í gær, þann 10. júní, fór fram 63. Ársþing Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) í Laugardalshöll. Endurkjörin í stjórn sambandsins voru Arnar Þorkelsson (gjaldkeri), Reynir Stefánsson (dómaranefnd), Kristín Þórðardóttir (mótanefnd) og Guðríður Guðjónsdóttir (landsliðsnefnd kvenna) en fyrir í stjórn eru þau Guðmundur B. Ólafsson (formaður), Davíð B. Gíslason (varaformaður), Jón Viðar Stefánsson (markaðsnefnd), Magnús Karl Daníelsson (fræðslu- og útbreiðslunefnd) og Páll Þórólfsson (landsliðsnefnd karla). Þá voru kjörin í varastjórn þau Alfreð Örn Finnsson, Daði Hafþórsson og Inga Lilja Lárusdóttir.

Hagnaður HSÍ árið 2019 var rúmar 11 milljónir kr. en þetta er annað árið í röð sem sambandið skilar hagnaði. Velta HSÍ á árinu var rúmlega 290 milljónir kr. sem er aukning um tæpar 16 milljónir kr. frá árinu á undan en mestu munar þar um aukningu á tekjum úr Afrekssjóði ÍSÍ. Tíu lagabreytingar voru gerðar á þinginu en umræður voru líflegar og málefnalegar en engar stórar breytingar voru gerðar á starfsemi sambandsins.

Hafsteinn Pálsson annar varaforseti ÍSÍ veitti þrjú Gullmerki ÍSÍ á ársþinginu til þeirra Einars Þorvarðarsonar, Vigfúsar Þorsteinssonar og Þorbergs Aðalsteinssonar fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.