Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Ólafía Þórunn sýnir dag í sínu lífi

12.05.2020

Á morgun, miðvikudaginn 13. maí, mun Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur og brautryðjandi í íslensku kvennagolfi, sýna okkur hinum hvernig dagur í sínu lífi er með því að taka yfir story á Instagrami ÍSÍ. Instagram ÍSÍ má sjá hér.

Ólafía er fyrsti kylfingurinn frá Íslandi til að ná inn á sterkustu mótaröð heims, Atvinnumótaröð kvenna (LPGA). Hún spilaði á mótaröðinni árin 2017, 2018 og 2019. Besti árangur hennar var 4. sæti á Indy Women in Tech Championship. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í sæti nr. 179 á árinu 2017. Einnig er hún eini Íslendingurinn sem hefur keppt á öllum fimm risamótunum í golfi.

Ólafía varð Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og 2013 og Íslandsmeistari í höggleik 2011, 2014 og 2016. Á Íslandsmótinu 2016 skrifaði hún nýjan kafla í golfsöguna með því að vera á besta samanlagða skorinu af öllum keppendum Íslandsmótsins, á -11 samtals.

Árið 2018 var golflandsliðið valið Lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Ásamt Ólafíu voru í liðinu Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson. Landsliðið fagnaði sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni sem fram fór í Skotlandi 2018.

Fylgstu með degi í lífi Ólafíu á Instagrami ÍSÍ.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.