Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Reynslusögur af Hjólað í vinnuna

11.05.2020

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ sér um verkefnið Hjólað í vinnuna ár hvert. Nú safnar sviðið saman reynslusögum frá fólki sem tekur þátt í Hjólað í vinnuna í ár á tímum kórónaveiru. Hægt er að senda inn sína sögu á vefsíðu verkefnisins hér.

ÍSÍ minnir á myllumerkið #hjoladivinnuna og á @isiiceland sem er Instagram síða ÍSÍ.

Hjólað í vinnuna 2020

Skráðu þig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna, www.hjoladivinnuna.is.
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu.
3. Ef þú átt ekki aðgang er einfalt að stofna aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
5. Skráningu lokið.

Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inn á vef Hjólað í vinnuna en ef upp koma vandamál við skráningu er hægt að hafa samband beint við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000 eða senda tölvupóst á netfangið hjoladivinnuna@isi.is. ÍSÍ hvetur landsmenn til að hreyfa sig daglega og ekki síst taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er.

Nánari upplýsingar má finna á www.hjoladivinnuna.is ásamt síðum á Facebook og Instagram.