Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Íþróttastarf barna og ungmenna hefst í dag

04.05.2020

Í dag hefst íþróttastarf barna og ungmenna að nýju. Íþróttastarf fullorðinna hefst einnig en með nokkrum takmörkunum.

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

  • Engar fjöldatakmarkanir eru settar á iðkendur.
  • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð.
  • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða er opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
  • Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi er heimil án áhorfenda.
  • Hvatt er til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþróttastarf fullorðinna:

  • Mest eru sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við 2000 fermetra.
  • Mest eru fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við 800 fermetra.
  • Notkun búningsaðstöðu innanhúss er óheimil.
  • Hvatt er til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
  • Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt er að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. 
  • Sundæfingar fyrir fullorðna er að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu er leyfð.
  • Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Heilbrigðisráðherra birti nýja auglýsingu á takmörkun á samkomum þann 21. apríl sl. Tekur hún gildi í dag og gildir til 1. júní nk. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

ÍSÍ gleðst yfir því að starfsemi íþróttahreyfingarinnar hefjist að nýju og hvetur fólk til að halda áfram að fylgjast með vefsíðu Embættis landlæknis og Covid.is og vera í sambandi ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna.