Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Æfingabingó og ratleikir hjá Þrótti

24.04.2020

Knattspyrnudeild Þróttar hefur tekist vel til að koma æfingum til iðkenda sinna á meðan að skipulagðar æfingar falla niður. Til þess að halda sambandi við iðkendur nýtir Þróttur sér You-tube rás félagsins. Þar má sjá æfingamyndbönd fyrir iðkendur og alla sem vilja æfa sig heima. Fyrsta myndbandið sem sett var inn sýnir leikmenn úr meistaraflokki kvenna, Þórkötlu Maríu Hallsdóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur, framkvæma þrjár útfærslur af heimsfrægum snúningum fótboltakappans Zinedine Zidane. Fleiri myndbönd má finna á síðunni, t.d. leiðbeiningar um hvernig fótboltagolf fer fram, gabbhreyfingar af gamla skólanum, hvernig taka á boltann af jörðinni og markmannsæfingar. 

Félagið hefur verið duglegt að nýta sér tæknina og hefur boðið uppá æfingar í flestum flokkum í gegnum samskiptaforritið Zoom í beinni útsendingu. Þar hafa þjálfararnir verið með bæði líkamlega þjálfun og tæknilega þjálfun í gegnum símann eða tölvuna. Þetta hefur mælst vel fyrir.

Þróttur hefur einnig búið til ratleik og bingó sem vakið hefur lukku á meðal yngri iðkenda og má segja að æfingabingóið sem þjálfari 5. flokks drengja, Kristján Karl Pétursson, lagði fram hafi slegið í gegn hjá iðkendum.
Yfirþjálfari yngri flokka drengja, Þórður Einarsson, útbjó svo í samstarfi við Örn Þór Karlsson þjálfara hjá Leikni æfingaspil sem kallast Meistaradeildarleiðin. Spilið kemur í meistaradeildar kvenna og -karla útgáfu.

Myndböndin á Youtube rás Þróttar má sjá hér.

Meistaradeildarleið karla má sjá hér.

Meistaradeildarleið kvenna má sjá hér.