Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Frestun það eina rétta í stöðunni

08.04.2020
Anton Sveinn Mckee, margverðlaunaður sundmaður og Íslandsmethafi, er eini Íslendingurinn sem náð hefur lágmarki á Ólympíuleikana í Tókýó. Hann keppti á Ólympíuleikunum í London 2012 og Ríó 2016. Hans sterkasta grein er bringusund og náði hann lágmarki í 200m bringusundi á heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu í júlí 2019.

„Að mínu mati var frestun Ólympíuleikanna það eina rétta í stöðunni. Núna munu allir íþróttamenn hafa möguleika á að ná inn og undirbúa sig fyrir stærstu íþróttahátíð heims. Vissulega er þetta mikil röskun en það eina í stöðunni er að horfa á þetta með jákvæðu hugarfari og endurstilla sig. Núna er gott færi á því að bæta veikleika og undirbúa sig ennþá betur fyrir næsta ár. Ég hef verið að taka ýmsar heimaæfingar til að halda mér í formi. Það er samt spurning um að taka hvíldartímabil núna, en ég bíð allavega spenntur eftir að fara á fullt aftur. Í framhaldinu mun ég byggja upp góðann grunn og koma sterkara inní næsta sundtímabil, sem virðist byrja í miðjum október fyrir mig eins og staðan er núna.“

Hægt er að fylgjast með Antoni á samfélagsmiðlinum Instagram hér