Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Nú er tíminn til að skrá hreyfingu sína

16.03.2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að huga vel að almennri hreyfingu í þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19. ÍSÍ bendir á verkefnið Lífshlaupið sem er í gangi allt árið, en það er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa og allra landsmanna. 

Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn. Einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.

Vefsíða Lífshlaupsins