Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.01.2026 - 21.01.2026

RIG ráðstefna

Í tengslum við RIG þá verður ráðstefna um...
10

Guðlaug Edda nælir í dýrmæt Ólympíustig

16.03.2020

Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarmeistari, stefnir á að taka þátt í ólympískri þríþraut á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Í ólympískri þríþraut eru syntir 1500 metrar, 40 kílómetrar hjólaðir og 10 kílómetrar hlaupnir.

Guðlaug Edda hefur keppt í flokki atvinnumanna í heimsbikarkeppni Alþjóða þríþrautarsambandins frá árinu 2016. Hún náði mjög góðum árangri árið 2019 og hefur staðið sig vel það sem af er ári. Hún náði dýrmætum stigum á heimslista um síðastliðna helgi þegar hún náði 24. sæti á heimsbikarmóti í Ástralíu. Fyrir keppnina var hún skráð númer 35 af 56 keppendum.

Guðlaug Edda tók fyrir Instagram síðu ÍSÍ fyrir stuttu og hægt er að fylgjast með degi í hennar lífi í highlights á Instagrami ÍSÍ hér @isiiceland.

Hægt er að fylgjast með Guðlaugu Eddu á Instagram síðu hennar hér @eddahannesdóttir