Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Njótum þess að hjóla

14.03.2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að huga vel að almennri hreyfingu. Þeir sem hjóla reglulega eru hraustari, veikjast sjaldnar, hættir síður við þunglyndi og hafa þrek á við sér yngra fólk skv. niðurstöðum rannsókna.

Hér má sjá bækling ÍSÍ um Hjólreiðar, en hann var gefinn út sem hvatning til fólks um að stunda reglulega líkamsrækt. Þar er að finna 18 vikna hjólaþjálfun sem tilvalið er að hefja núna. Hægt er að hjóla í nánast hvaða veðri sem er ef maður klæðir sig eftir veðri og sömuleiðis er hægt að kaupa sérútbúnað fyrir hjól, svo sem nagladekk, til að auðvelda yfirferð í slæmu fari. 

Reglubundin hreyfing er fjárfesting til heilsu og sýnt hefur verið fram á að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig.

Á vefsíðunni www.hjolreidar.is má sjá skemmtilegt hjólabingó sem hægt er að leika sér með, en mynd af hjólabingói fylgir fréttinni.

Á vefsíðu Embættis landlæknis má sjá ráðleggingar um hreyfingu, hér

Myndir með frétt