Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Parsons forseti IPC heimsækir Ísland

10.03.2020

Andrew Parsons forseti Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra (IPC) og nefndarmaður í Alþjóðaólympíunefndinni er staddur hér á landi. Hann er gestur Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) en þetta er fyrsta opinbera heimsókn Parsons til Íslands. Forverar hans í starfi hjá IPC hafa allir heimsótt Ísland í sinni stjórnartíð, en Parsons tók við af Sir Philip Craven sem forseti IPC árið 2017.

Íþróttasamband fatlaðra stóð fyrir fjölmiðlafundi með Parsons í gær í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á meðal umræðuefnis fundarins var undirbúningur og staða Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra í Tókýó 2020. Parsons kynnti sér starfsemi Íþróttasambands fatlaðra í heimsókn sinni, en hann mun einnig heimsækja Noreg og Svíþjóð og kynna sér sambærilega starfsemi.

Á myndinni má sjá Lárus L. Blöndal forseta ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ sem funduðu með Andrew Parsons í gær ásamt þeim Þórði Árna Hjaltested formanni ÍF og Ólafi S. Magnússyni framkvæmdastjóra ÍF.