Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Lyftingaþing LSÍ

04.03.2020

Lyftingaþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) var haldið þann 1. mars sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, var þingforseti og ávarpaði þingið. Farið var yfir ársreikninga, ársskýrslu og fjárhagsáætlun sambandsins. Stjórn er sem hér segir: Magnús B. Þórðarson formaður, Árni Rúnar Baldursson varaformaður, Ásgeir Bjarnason gjaldkeri, Jens Andri Fylkisson ritari og Davíð Ólafur Davíðsson meðstjórnandi. Í varastjórn eru: Einar Ingi Jónsson, Ingi Gunnar Ólafsson (einnig formaður tækninefndar), Sigurður Darri Rafnsson og Þór Reynir Jóhannsson. Framkvæmdastjóri LSÍ er Maríanna Ástmarsdóttir.

Gerð var breyting á lögum LSÍ sem lýtur að tilvísun í Lög ÍSÍ um lyfjamál og aðgengi að iðkendum LSÍ til lyfjaprófa.

20. gr. úr lögum LSÍ:„LSÍ og allir félagsmenn, keppendur og starfsmenn skulu án undantekninga hlíta lögum ÍSÍ um lyfjamál. Þeir skulu einnig hlíta reglum IWF og WADA í lyfjamálum og hafa Lyfjaeftirlit Íslands, ITA og IWF á hverjum tíma skilyrðislausan rétt og aðgang til að lyfjaprófa iðkendur við æfingar og/eða keppnir.“

Á þinginu var samþykkt tillaga stjórnar LSÍ um að skipa nefnd til að yfirfara lög sambandsins fyrir Lyftingaþing 2021.

Allar upplýsingar frá þinginu verða settar á vefsíðu sambandsins á næstu dögum. Vefsíða LSÍ.

Mynd með frétt var fengin af vefsíðu LSÍ:
Aftari lína f.v. Davíð Ólafur Davíðsson, Magnús B. Þórðarson, Ásgeir Bjarnason, Einar Ingi Jónsson, Jens Andri Fylkisson og Þór Reynir Jóhannsson.
Fremri lína f.v. Maríanna Ástmarsdóttir, Árni Rúnar Baldursson og Ingi Gunnar Ólafsson (Sigurð Darra Rafnsson vantar á mynd)