Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Íþróttafólk UMSK 2019

04.03.2020

Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram 3. mars sl. Á þinginu voru veittar viðurkenningar fyrir Íþróttafólk ársins 2019. Valgarð Reinhardsson, fimleikamaður úr Gerplu, var valinn Íþróttakarl UMSK 2019 og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, var valin Íþróttakona UMSK 2019.

Valgarð er einn fremsti fimleikamaður landsins í dag. Valgarð varð Íslandsmeistari í fjölþraut á árinu, auk þess sem hann vann sigur á fjórum áhöldum af sex í keppni á einstökum áhöldum. Hann varð einnig bikarmeistari með liði sínu Gerplu. Valgarð stóð sig vel í alþjóðlegum verkefnum og vann meðal annars bronsverðlaun á svifrá á Norður-Evrópumóti. Einnig komst hann í úrslit á gólfæfingum á heimsbikarmóti í Koper, en hann var einnig varamaður í úrslit á tvíslá á sama móti. Á árinu keppti Valgarð einnig á Evrópuleikunum í Minsk og heimbikarmóti í Melbourne í Ástralíu.

Berglind átti mjög gott tímabil með liði Breiðabliks á árinu en liðið lenti í öðru sæti í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Liðið náði einnig athyglisverðum árangri í Meistaradeild Evrópu er liðið komst í 16 liða úrslit. Berglind lék 10 A-landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk.

ÍSÍ óskar íþróttafólkinu til hamingju með árangurinn.