Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Aldís fyrst Íslendinga á HM á skautum

02.03.2020

Aldís Kara Bergsdóttir skautakona er nú stödd í Tallin í Eistlandi til að keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti unglinga í listskautum sem fer fram 2. til 8. mars. Er þetta í fyrsta skiptið sem íslenskur skautari keppir á heimsmeistaramóti í listskautum í einstaklingskeppni. Aldís mun keppa í stuttu prógrami föstudaginn 6. mars nk. klukkan 10:45 að staðartíma en Tallinn er tveimur klukkustundum á undan Íslandi. Það kemur í ljós fimmtudaginn 5. mars hvar í rásröðinni hún lendir en þá verður dregið í keppnisröð kl 15:30 á staðartíma.

Með Aldísi í för er þjálfari hennar, Darja Zajcenko. Einnig fara Svava Hróðný Jónsdóttir, liðsstjóri og varaformaður Skautasambands Íslands (ÍSS) og Guðbjört Erlendsdóttir formaður ÍSS. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, móðir Aldísar, verður einnig með í för.

Streymt verður beint frá mótinu á Youtube rás Alþjóðaskautasambandsins sem sjá má hér.

Allar aðrar upplýsingar má finna á vefsíðu mótsins hér.

Vefsíða Skautasambands Íslands.

Myndir með frétt