Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Lífshlaupið senn á enda

23.02.2020

Lífshlaupið er enn í gangi og um að gera að skrá sína hreyfingu og vera með. Vinnustaðakeppninni lýkur á miðnætti á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar. Ekki verður hægt að breyta/bæta við hreyfingu eftir kl.12:00 þann 27. febrúar.

Á hverjum virkum degi eru dregnir út heppnir þátttakendur sem hafa skráð sig til keppni og fær viðkomandi glaðning frá einum af styrktaraðilum Lífshlaupsins.

Vefsíða Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is.

Nöfn vinningshafa verða lesin upp í þættinum „Morgunverkin“ á Rás2.
Styrktaraðilar Lífshlaupsins í ár eru: MS, World Class, Primal Iceland, Keiluhöllin, Skautahöllin, Klifurhúsið og Ávaxtabíllinn.
Í boði eru gjafabréf í klifur, baðstofu, í keilu, á skauta, klippikort í líkamsrækt, ostakörfur, kókómjólk/Hleðsla og ávaxtabakkar. Aukavinningar frá Krauma og Nivea.

Það borgar sig að skrá sig og vera með.

Eftirfarandi keppnir eru hluti af Lífshlaupinu:

  • Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur, 5. - 18. febrúar.
  • Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur, 5. - 18. febrúar.
  • Vinnustaðakeppni í þrjár vikur, 5. - 25. febrúar.
  • Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið.

ÍSÍ hvetur alla til að skrá sig til leiks (og hvetja þá sem ekki eru skráði til leiks að gera það) þar sem hægt að skrá hreyfingu aftur í tímann frá upphafi keppninnar. Endilega minnið samstarfsfólkið á að skrá inn alla hreyfinguna sína.