Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Langar þig til Grikklands?

18.02.2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir einum þátttakanda til að vera fulltrúi ÍSÍ á námskeiði Alþjóðaólympíuakademíunnar (IOA) sem fram fer 23. maí til 3. júní bæði í Aþenu og í Ólympíu. Þemað í ár er ólympismi og húmanismi. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum, hópavinnu, fræðsluferðum og með íþróttaþátttöku. Á hverju sumri býður IOA ungum þátttakendum á aldrinum 20-35 ára að taka þátt í tveggja vikna námskeiði þar sem þau fá fræðslu um ólympismann og Ólympíuhreyfinguna.

Þátttakandinn verður valinn úr hópi umsækjenda og greiðir ÍSÍ fyrir flug, gistingu og uppihald á meðan á dvölinni stendur. Leitað er að einstaklingi sem náð hefur góðum árangri í íþróttagrein og /eða sinnt þjálfun eða félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum Ólympíuhreyfingarinnar áhuga. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera góð fyrirmynd.

Umsóknum skal skilað rafrænt ekki seinna en 6. mars nk.

Skráning fer fram hér.

ÍSÍ hefur sent þátttakendur til Ólympíu síðastliðin ár og má sjá myndir frá því hér á myndasíðu ÍSÍ. Myndin með fréttinni er frá sumrinu 2019 þegar að Hrafnhildur Lúthersdóttir og Matthías Heiðarsson sátu námskeiðið.

Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, 514-4000, ragnhildur@isi.is.
Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org og www.ioa.org.gr