Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Metskráning á Íslandsmót í bogfimi

03.02.2020

Nýtt sérsamband, Bogfimisambands Íslands (BFSÍ), var stofnað þann 1. desember sl. Bogfimi, sem er ólympísk íþróttagrein, hefur vaxið hratt á landsvísu undanfarin ár og er nú stunduð í tíu íþróttafélögum innan vébanda níu íþróttahéraða. 

Dagana 15. og 16. febrúar fer fram Íslandsmót ungmenna og öldunga í bogfimi í Bogfimisetrinu og er met skráning í mótið, en 80 manns hafa skráð sig til leiks. 13 skráningar bárust frá Færeyjum í alþjóðlega hluta mótsins. Til samanburðar bárust samtals 40 skráningar í mótið árið 2018 og 49 skráningar 2019. Bogfimisambandið heldur úti youtube stöð, archery tv iceland, þar sem hægt verður að fylgjast með úrslitum í flestum aldurs- og bogaflokkum. 

Nánari upplýsingar um bogfimi á Íslandi má nálgast á vefsíðunum www.bogfimi.is og www.archery.is