Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum

20.01.2020

Reykjavíkurleikarnir fara fram 23. janúar – 2. febrúar n.k. Dagskrá leikanna má finna hér.

Hluti af leikunum er ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum sem fer fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 23. janúar kl.14:00 – 16:00. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem koma að íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, skólasamfélaginu og öðrum sem áhuga hafa á málefninu.

Megin áherslur ráðstefnunnar:

  • Niðurstöður rannsóknar um aðkomu sveitarfélaga að afreksíþróttum.
  • Jafnréttismál innan íþróttafélaga.
  • Börn af erlendum uppruna og íþróttir.
  • Jafnrétti fatlaðra barna í íþróttum.
  • Viðhorf og óskir barna og unglinga.
  • Trans fólk og íþróttir.

Fyrirlesarar eru:
Ágústa Edda Björnsdóttir, Ástþór Jón Ragnheiðarson, Hugrún Vignisdóttir, Ingi Þór Einarsson, Joanna Marcinkowska og Salvör Nordal.

Nánari upplýsingar um ráðstefnu, fyrirlesara og skráningu hér. Frítt er á ráðstefnuna og verður hún í beinni útsendingu. 

Að ráðstefnunni standa: Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG – Reykjavík International Games.