Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Jakob Íþróttamaður Akraness 2019

16.01.2020

Jakob Svavar Sigurðsson knapi var kjörinn Íþróttamaður Akraness í annað sinn þann 6. janúar sl. Jakob Svavar hefur um langt árabil verið einn af bestu íþróttaknöpum á landinu og unnið marga Íslandsmeistaratitla auk heimsmeistaratitils. Hann hefur einnig hlotið mörg verðlaun fyrir góða reiðmennsku og prúðmennsku. Jakob Svavar er í landsliðshóp Landssambands Hestamanna, en hann skipa 19 afreksknapar í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis og erlendis. Hann er efstur á heimslista (World Ranking) FEIF (alþjóðasamtök íslenska hestsins) í tölti. Á árinu 2019 sigraði Jakob m.a. í einstaklingskeppni meistaradeildarinnar í hestaíþróttum með því að verða í fyrsta sæti í fimmgang, fyrsta sæti í tölti, fyrsta sæti í slaktaumatölti og í þriðja sæti í fjórgang.

Í öðru sæti í kjörinu varð Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur sem hefur hampað titlinum oftast allra eða í 7 skipti og í þriðja sæti varð Alexander Örn Kárason kraftlyftingamaður.