Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Lausanne 2020 - öðrum keppnisdegi lokið

11.01.2020

Í dag var annar keppnisdagur á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Lausanne.  Í dag keppti okkar fólk í svighluta tvíkeppni leikanna. Í keppninni er það samanlagður árangur úr risasvigskeppni gærdagsins auk svigkeppninnar sem fram fór í dag sem telur. Gauti Guðmundsson skíðaði á 36,85 sekúndum sem var 29 besti árangur í sviginu. Í heildina varð hann því í 31. sæti í tvíkeppninni. Heildarúrslit má finna hér. Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir féll í sviginu og lauk því ekki keppni.

Á morgun sunnudag er komið að keppni í stórsvigi stúlkna. Þar verður Aðalbjörg Lillý með rásnúmer 49 af 78 keppendum. Keppnin hefst kl. 9.00 að íslenskum tíma.