Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Vilhjálmur Einarsson látinn

30.12.2019

Vilhjálmur Einarsson Heiðursfélagi ÍSÍ er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum laugardaginn 28. desember.
Vil­hjálm­ur er meðal frækn­ustu íþrótta­manna Íslend­inga fyrr og síðar og til marks um yfirburði hans í þrístökki þá stendur Íslandsmet hans, stökk upp á 16,70 m árið 1960, enn í dag. Hann vann til silf­ur­verðlauna fyrst­ur Íslend­inga á Ólymp­íu­leik­un­um í Mel­bour­ne 1956 og var 5 sinn­um kjör­inn Íþróttamaður árs­ins af Samtökum íþróttafréttamanna, oftar en nokkur annar. Vilhjálmur var kjörinn Heiðursfélagi ÍSÍ á 67. Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2004 og þegar Heiðurshöll ÍSÍ var sett á laggirnar, á 100 ára afmæli ÍSÍ árið 2012, var Vilhjálmur útnefndur í höllina, fyrstur allra. Vil­hjálm­ur var einnig hand­hafi Ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir fram­lag í þágu íþrótta- og upp­eld­is­mála.

Vil­hjálm­ur lagði mikið af mörk­um til ís­lenskra fræðslu- og æsku­lýðsmá­la. Hann var kenn­ari við Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni, 1957-1958; skóla­stjóri við Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni, 1959 vorönn; kenn­ari við Gagn­fræðaskóla Aust­ur­bæj­ar, 1959-1960, og kenn­ari við Sam­vinnu­skól­ann á Bif­röst, 1959-1965. Þá var Vil­hjálm­ur skóla­stjóri Héraðsskól­ans í Reyk­holti á ár­un­um 1965-1979 á miklu blóma­skeiði skól­ans. Loks gegndi Vil­hjálm­ur starfi skóla­meist­ara Mennta­skól­ans á Eg­ils­stöðum frá upp­hafi skól­ans 1979 til árs­ins 2001 og vann þar mikið brautryðjand­astarf. Frá 2001 var Vil­hjálm­ur um ára­bil stunda­kenn­ari við Mennta­skól­ann á Eg­ils­stöðum og árið 2001 stofnaði hann Náms­hringja­skól­ann, sem var í nám­skeiðaformi. Vil­hjálm­ur stofnaði bóka­for­lagið Að aust­an, sem gaf út tvær bæk­ur: Mag­ister­inn og Silf­urmaður­inn. Hann var formaður Ung­menna­sam­bands Borg­ar­fjarðar 1967-1970 en þá var m.a. Sum­ar­hátíðin í Húsa­felli sett á lagg­irn­ar.
Vil­hjálm­ur læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Gerði Unn­dórs­dótt­ur, og syn­ina Rún­ar, Ein­ar, Unn­ar, Garðar, Hjálm­ar og Sig­mar, auk 19 barna­barna og 14 barna­barna­barna.

Vilhjálmur var alla tíð í góðum tengslum við ÍSÍ og mætti ötullega til helstu viðburða á vegum sambandsins. Stjórn og starfsfólk ÍSÍ sendir Gerði, eiginkonu Vilhjálms og fjölskyldunni allri dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Vilhjálms Einarssonar.

Útförin fer fram í Hallgrímskirkju 10. janúar nk. kl. 15:00.