Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Ungmennafélagið Einherji 90 ára

10.12.2019

Ungmennafélagið Einherji hélt upp á 90 ára afmæli félagsins laugardaginn 7. desember síðastliðinn. Mikið fjölmenni sótti afmælisfagnaðinn sem haldinn var í Vopnafjarðarskóla. Félagið setti upp stóra ljósmyndasýningu af þessu tilefni þar sem saga félagsins var rakin. Auk þess gerðu þeir bræður Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir magnað myndband um sögu Einherja sem frumsýnt var af þessu tilefni og vakti afar mikla lukku.

Fjölmargir aðilar voru heiðraðir af þessu tilefni og áttu þeir allir sameiginlegt að hafa starfað með einum eða öðrum hætti fyrir félagið til langs tíma sem sjálfboðaliðar s.s. í stjórn félagsins. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri ávarpaði samkomuna fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur forseta, framkvæmdastjórnar og starfsfólks. Viðar afhenti formanni félagsins Víglundi Einarssyni blómvönd frá ÍSÍ í tilefni dagsins.

Myndir með frétt