Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Formannafundur ÍSÍ fór fram í dag

29.11.2019

Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn í dag föstudaginn 29. nóvember í Laugardalshöllinni. Ríflega 70 manns sóttu fundinn.
Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setti fundinn og ávarpaði fundargesti. Hann ræddi ýmsar áskoranir í starfsumhverfi íþróttahreyfingarinnar, svo sem styrkjaumhverfi og markaðsstarf, brottfall, þjóðarleikvanga, #églíka málefni, Íþróttalög, lottóskiptingu og framtíðarskipulag íþróttahreyfingarinnar.
Tveir einstaklingar voru því næst heiðraðir. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra, var sæmdur Gullmerki ÍSÍ og Örn Andrésson var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ.
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ flutti skýrslu stjórnar og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ fór yfir fjárhagslegar upplýsingar.
Framkvæmdastjórn lagði þrjú mál fyrir Formannafund til kynningar og umræðu. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, frá Rannsóknum og greiningu, hélt erindi um íslenska mótelið og íþróttir. Elías Atlason, verkefnastjóri ÍSÍ, kynnti tölfræðiupplýsingar úr starfsskýrslum ÍSÍ og nýja framsetningu á tölfræði íþróttahreyfingarinnar á vefsíðu ÍSÍ.
Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fór yfir stöðuna á verkefnum vinnuhópa sem skipaðir voru á síðasta Íþróttaþingi ÍSÍ sem fram fór í maí 2019. Vinnuhóparnir eru:

  • Starfshópur um rafleiki,
  • vinnuhópur um rekstur íþróttafélaga í efstu deildum í boltagreinum,
  • vinnuhópur um endurskoðun á regluverki skiptingar tekna frá Íslenskri getspá,
  • vinnuhópur sem á að endurskoða siðareglur og hegðunarviðmið ÍSÍ,
  • vinnuhópur um gistiaðstöðu fyrir íþróttafólk af landsbyggðinni,
  • vinnuhópur um transfólk og íþróttir,
  • vinnuhópur um þjóðarleikvanga sem geta nýst sem flestum íþróttagreinum.

Einnig var starfandi vinnuhópur um stafræn upplýsingakerfi. Stefán Jóhannesson, formaður nefndarinnar, fór yfir skýrslu nefndarinnar.

Að loknum fundi bauð ÍSÍ fundargestum til kvöldverðar í Café Easy.

Fleiri myndir frá Formannafundi ÍSÍ má finna hér.

Myndir með frétt