Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Afreksbúðir ÍSÍ

25.11.2019

Afreksbúðir ÍSÍ fóru fram laugardaginn 23. nóvember sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þar gafst sérsamböndum í einstaklingsgreinum sem flokkuð eru í B og C afreksflokka kostur á að tilnefna ungmenni á aldrinum 15-18 ára. Alls voru rúmlega þrjátíu ungmenni frá 9 sérsamböndum sem tóku þátt. Krakkarnir fengu fræðslu um athlete 365 sem er fræðsla ætluð íþróttafólki á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), kynningu frá Lyfjaeftirliti Íslands um lyfjaeftirlit í íþróttum auk þess sem næringarfræðingur fór yfir næringu íþróttafólks. Eftir hádegisverð hélt svo frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir erindi byggt á eigin reynslu sem kom inná marga þætti sem þarf að sinna til að ná árangri og viðhalda heilsu. 

ÍSÍ þakkar þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna í Afreksbúðum ÍSÍ í ár. Vonandi nýtist fræðslan sem best þessum glæsilegu ungmennum sem skara fram úr á sínu sviði.

Myndir með frétt