Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Lukkudýr Vetrarólympíuleika 2022

19.11.2019

Nýlega tilkynnti skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína, sem fara fram í febrúar 2022, hvert lukkudýr leikanna er. Pandan Bing Dwen mun hvetja íþróttafólkið áfram á meðan á leikunum stendur. Bing þýðir Ís en merkir einnig hreinleika og styrk, orðið Dwen þýðir börn. Pandan er spendýr sem tilheyrir ætt bjarndýra og á heimkynni sín í Kína. Tegundin er auðþekkt á stórum svörtum skellum í kringum augun, yfir eyrum og um miðjan líkamann. Pandabjörninn nærist nær eingöngu á bambus, en étur líka hunang, egg, fisk, appelsínur og banana. Pandabjörninn lifði eitt sinn á láglendinu í Kína en maðurinn hefur, með landbúnaði, eyðileggingu skóglendis og stækkandi byggð, þvingað hann upp í fjöllin. Nú lifir pandabjörninn í fjalllendi og er í útrýmingarhættu af mannavöldum. Talið er að á bilinu 1.500-3.000 pöndur lifi í náttúrunni. Pandan er þekkt sem þjóðargersemi Kína og elskuð af fólki hvaðanæva úr heiminum, þá sérstaklega ungu fólki. Með því að velja pönduna sem lukkudýr Vetrarólympíuleikanna 2022 skapast vonandi umræða um stöðu pöndunnar í heiminum í dag. Við sama tækifæri var einnig tilkynnt hvert lukkudýr Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) er. Shuey Rhon Rhon er lukkudýr Paralympics en það er lukt sem býður vini frá öllum heiminum velkomna. Nafnið merkir hlýju, vináttu, hugrekki og þrautseigju. 

Vetrarólympíuleikarnir í Peking verða umhverfisvænir og því leggur skipulagsnefnd leikanna mikið upp úr því að nota umhverfisvæn efni fyrir varning tengdan leikunum. 

Hér í frétt á vefsíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar má sjá öll lukkudýr Vetrarólympíuleika frá árinu 1976 til ársins 2022.

 

 

Myndir með frétt