Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Dagur í lífi hjólreiðameistarans Ágústu Eddu

19.11.2019

Ágústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona og margfaldur meistari í greininni, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf nk. fimmtudag, 21. nóvember. Ágústa Edda mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.

Ágústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona og fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í heimsmeistaramóti í hjólreiðum
Ágústa Edda hefur verið í íþróttum frá unga aldri. Íþróttaferillinn byjaði í fimleikum, síðan tók handbolti við og nú stundar hún hjólreiðar af kappi. Ágústa Edda er margfaldur meistari í bæði götuhjólreiðum og fjallahjólreiðum. Hún varð fyrr á árinu fyrst ís­lenskra kvenna til að taka þátt á heims­meist­ara­móti í hjól­reiðum og fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að taka þátt í heims­meist­ara­móti í götu­hjól­reiðum. Ágústa Edda var valin Hjólreiðakona ársins 2017, 2018 og 2019.

Þeir sem vilja fylgjast með íslensku afreksíþróttafólki æfa, keppa og takast á við hversdagsleikann geta fylgt Instagram síðu ÍSÍ og fengið upplifunina beint í símann.