Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ný Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal

14.11.2019

Fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal var tekin þann 12. nóvember sl. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, og ungir iðkendur í Fram sáu um skóflustunguna. Framkvæmdir hefjast nú strax og verklok eru áætluð árið 2022. Fjölnota íþróttahús, áhorfendastúka fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasalir, félags- og þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrými ásamt samkomusal og fundaraðstöðu eru hlutar af íþróttamiðstöðinni. Hún verður 7.3000 fermetrar á þremur hæðum með aðalinngang við sameiginlegt hverfistorg við Úlfarsbraut. Íþróttaaðstaðan nýja verður nýtt af skólum í hverfinu.

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Fram.