Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Nýr framkvæmdastjóri HSV

08.11.2019

Bjarki Stefánsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) og tekur við starfinu af Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, sem hefur gegnt því síðastliðin fimm ár. Bjarki er með BS próf í íþróttafræði frá HÍ og er um mánaðarmótin að útskrifast með mastersgráðu frá Háskólanum í Liverpool í stjórnun og rekstri innan íþróttahreyfingar (Sports Business and Management). Bjarki hefur fjölbreyttan íþróttabakgrunn sem iðkandi, þjálfari og kennari.

ÍSÍ óskar Bjarka til hamingju með nýja starfið og þakkar Sigríði Láru fyrir vel unnin störf sem framkvæmdastjóri HSV.

Vefsíða HSV.