Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Aðalfundur EOC 2019

28.10.2019

Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hélt aðalfund sinn um helgina í Varsjá í Póllandi. Fundurinn var hinn glæsilegasti en Ólympíunefnd Póllands hélt upp á 100 ára afmæli sitt við sama tækifæri með glæsilegri dagskrá. Í upphafi aðalfundar ávarpaði Thomas Bach, forseti IOC, fundargesti og fjallaði um mikilvægi þess að hlúa að því markmiði Ólympíuhreyfingarinnar að byggja betri heim í gegnum íþróttir. Lagði hann áherslu á að allar Ólympíunefndir fylgdu þeim áherslum sem væru í Ólympíusáttmálunum. Á aðalfundinum voru samþykkt ný lög fyrir EOC þar sem m.a. er fjallað um kynjajafnrétti og skerpt á skilgreiningum á viðburðum EOC og Smáþjóðaleikum Evrópu. Reikningar fyrir liðið fjárhagsár voru samþykktir og þá voru fluttar skýrslur vinnuhópa og skýrslur frá leikum sem fóru fram á árinu eða eru á dagskrá á komandi árum.

ÍSÍ afhenti forseta Pólsku Ólympíunefndarinnar, Andrzej Krasnicki, gjöf frá ÍSÍ í tilefni af aldarafmæli Pólsku Ólympíunefndarinnar, en um var ræða keramikegg sem gerð voru af listakonunni Koggu og fest á íslenskan hraunplatta.

Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sem situr einnig í framkvæmdastjórn EOC, Sigríður Jónsdóttir, fyrsti varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Vefsíða EOC

Myndir með frétt