Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Sambandsþing UMFÍ 2019

14.10.2019

Sambandsþing Ungmennafélags Íslands fór fram á Laugabakka í Miðfirði 11.-13. október sl. Haukur Valtýsson var endurkjörinn formaður UMFÍ til næstu tveggja ára. Í aðalstjórn voru endurkjörin Guðmundur Sigurbergsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Þór Gestsson, Jóhann Steinar Ingimundarson, Ragnheiður Högnadóttir og Sigurður Óskar Jónsson. Í varastjórn voru kjörin Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Gissur Jónsson, Hallbera Eiríksdóttir og Lárus B. Lárusson.

Á þinginu var umsókn þriggja íþróttabandalaga um aðild að UMFÍ samþykkt. Á heimasíðu UMFÍ kemur eftirfarandi fram varðandi stöðu íþróttabandalaganna:

„Þegar íþróttabandalög bætast við UMFÍ fá þau stöðu sambandsaðila á sama hátt og önnur íþróttahéruð landsins. Hvert og eitt bandalag þarf að sækja um inngöngu og geta þau sem ekki vilja gera það staðið utan UMFÍ. Félög UMFÍ með beina aðild munu áfram halda aðild sinni að UMFÍ en í gegnum íþróttabandalög á sama hátt og flest aðildarfélög UMFÍ í dag. Í þeim tilvikum þar sem íþróttabandalag hefur ekki sótt um aðild verður staða félags með beina aðild óbreytt. Með tillögum vinnuhóps um aðild hafa hagsmunir núverandi sambandsaðila varðandi lottó og fjölda þingfulltrúa verið tryggðir.“

Frekari upplýsingar um þing UMFÍ má finna á heimasíðu þeirra, www.umfi.is

Ljósmynd:  UMFÍ