Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Vetrarólympíuleikar ungmenna í Lausanne

18.09.2019

Þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) fara fram í Lausanne í Sviss frá 9. - 22. janúar 2020. Þann 17. september sl. fór fram hefðbundin athöfn á Panathenaic leikvanginum í Aþenu í Grikklandi, en þá var kveikt á kyndli Ólympíuleika ungmenna. Markar þetta upphafið að kyndilhlaupi sem hefst þann 21. september nk. og lýkur eftir 110 daga á Ólympíuleikvanginum í Sviss þegar setningarhátíðin fer fram. Kyndilhlaupið er hefðbundinn viðburður fyrir leika á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og er athöfnin á Panathenaic leikvanginum mjög táknrænn viðburður fyrir ólympísk gildi. Skipuleggjendur YOWG í Lausanne hafa í nógu að snúast fram að leikum. Nú munu fara fram viðburðir um allt Sviss fram að leikum þar sem ung fólk er hvatt til þess að hreyfa sig. Íslendingar munu eiga fulltrúa á leikunum, en hverjir það eru kemur í ljós á næstu vikum. 

Vefsíðu leikanna má sjá hér.

Um Ólympíuleika ungmenna
Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikarnir. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram 2012 í Innsbruck í Austurríki og aðrir leikarnir í Lillehammer í Noregi 2016. Ísland hefur í bæði skiptin sent þátttakendur á leikana. 

 

Myndir með frétt