Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Tókýó 2020 - Fundur aðalfararstjóra

22.08.2019

Um það bil ári fyrir Ólympíuleika heldur framkvæmdaaðili leikanna og Alþjóðaólympíunefndin fund fyrir aðalfararstjóra þar sem fjallað er um alla helstu þætti er snúa að undirbúningi og þátttöku.

Á fundinum eru fulltrúar rúmlega 200 þjóða ásamt aðilum frá þeim borgum sem halda Ólympíuleika næstu ára. Er fundurinn þannig vettvangur fyrir samskipti og upplýsingagjöf til þess að bæta undirbúning og framkvæmd þessa stærsta íþróttaviðburðar heimsins. Stendur fundurinn yfir frá mánudegi til föstudags með kynningum á öllum helstu þáttum leikanna, skoðunarferðum í íþróttamannvirki og fundum með framkvæmdaaðilum og ýmsum tengiliðum.

Fulltrúar ÍSÍ á fundinum eru að þessu sinni þeir Andri Stefánsson sem verður aðalfararstjóri íslenska hópsins á Ólympíuleikunum og Örvar Ólafsson sem verður í fararstjórn ÍSÍ á leikunum.

Leikarnir verða settir föstudaginn 24. júlí 2020 og þeim slitið sunnudaginn 9. ágúst.