Alþjóðlegur dagur æskunnar
12.08.2019
12. ágúst er alþjóðlegur dagur æskunnar. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hvetja ungt fólk til þess að deila mynd eða myndbandi á samfélagsmiðlum af sjálfu sér með þeim skilaboðum að fagna æskunni og ungu íþróttafólki. Markmið IOC er að bjóða hvarvetna upp á örugg og ánægjuleg íþróttasvæði fyrir ungt íþróttafólk til þess að æfa og keppa. Einnig er lögð áhersla á að ungt íþróttafólk öðlist jákvæða og ánægjulega reynslu af iðkun íþrótta. ÍSÍ hvetur æsku landsins til þess að taka þátt í þessu verkefni, en notast er við myllumerkin #YouthDay og #TransformingEducation til þess að koma deginum á framfæri.
Lesa má meira um alþjóðlegan dag æskunnar á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna hér.