Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

EYOF 2019 - Annar keppnisdagur

22.07.2019

Þá er stór keppnisdagur framundan hjá íslenska hópnum á EYOF, en þriðjudaginn 23. júlí munu keppendur í öllum fimm íþróttagreinunum sem við eigum þátttakendur í á mótinu spreyta sig. Keppnisgreinar okkar fólks eru sem hér segir, tímar eru gefnir upp á íslenskum tíma en innan sviga að staðartíma.

Kristín Helga Hákonardóttir og Thelma Lind Einarsdóttir keppa í 400m skriðsundi sem hefst kl. 05.12 (09.12), verða þær í öðrum og fjórða riðli.

Í langstökki stúlkna keppir Birna Kristín Kristjánsdóttir kl. 05.10 (9.10) í stökkhópi A. Í langstökkinu þarf að stökkva 6,10 til að tryggja sér þátttökurétt í úrslitunum. Ef færri en 12 ná þeim árangri fá þeir sem næstir eru viðmiðinu þátttökurétt í úrslitunum. Í sleggjukasti stúlkna kastar Elísabet Rut Rúnarsdóttir í undankeppni greinarinnar sem hefst kl. 07.15 (11.15), viðmið inn í úrslit eru 69.00m.

Í liðakeppni drengja í fimleikum keppa þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Jónas Ingi Þórisson og Dagur Kári Ólafsson hefst keppnin þeirra kl. 06.00 (10.00).

Í hjólreiðum er keppt í tímatöku, þar verður Bergdís Eva Sveinsdóttir ræst kl. 06.32 (10.32) og Natalía Erla Cassata kl. 07.00 (11.00). Matthías Schou Matthíasson verður svo ræstur kl. 13.42 (17.42).

Í handknattleik drengja eigum við svo leik við Slóvena kl. 12.30 (16.30).

Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.

Fylgjast má með verðlaunaafhendingum og lokahátíð á vefsíðu EOC hér.

Vefsíða hátíðarinnar 

Facebook síða hátíðarinnar.