Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

EYOF 2019 - Móttökuhátíð

20.07.2019

Nú eru allflestir þátttakendur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú í Aserbaídsjan mættir í vistarverur sínar. Til að bjóða alla velkomna var boðið uppá móttökuhátíð í þorpinu í kvöld. Örstutt ávörp voru flutt en því næst tók við fjörug tónlistardagskrá. Þátttakendur hvaðanæfa úr Evrópu létu ekki sitt efitr liggja og tóku virkan þátt - þar með taldir íslensku keppendurnir. 

Á morgun er svo komið að æfingadegi hjá öllum þátttakendum, gefst þeim kostur á að skoða íþróttamannvirki leikanna og æfa í þeim. Leikarnir verða svo settir um kvöldið í Kristalshöllinni í Bakú. 

Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.

Fylgjast má með verðlaunaafhendingum og lokahátíð á vefsíðu EOC hér.

Myndir með frétt