Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

EYOF 2019 - Bakú

02.07.2019

Þann 21. júlí nk. hefst Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú í Azerbaijan. Hátíðin er ætluð þátttakendum á aldrinum 14-18 ára. Keppnisgreinar á hátíðinni eru frjálsíþróttir, körfuknattleikur, hjólreiðar, fimleikar, handbolti, júdó, sund, tennis og blak. Að þessu sinni verður einnig keppt í glímu. Keppendur koma frá 50 Evrópuþjóðum og eru þátttakendur um 3.600 talsins. Þann 27. júlí fer lokaathöfn hátíðarinnar fram. 

Ísland sendir keppendur í frjálsíþróttum, sundi, fimleikum, handknattleik og hjólreiðum. Íslendingar munu einnig senda flokksstjóra, þjálfara, dómara og fararstjóra. Á næstu dögum kemur í ljós hverjir munu keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2019. 

Myllumerki hátíðarinnar í ár er #ReadyToShine.

Vefsíða hátíðarinnar 

Facebook síða hátíðarinnar.