Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Minsk 2019 - Valgarð fánaberi á lokahátíð

01.07.2019

Lokahátíð Evrópuleikanna 2019 fór fram í gærkvöldi, 30. júní, á Dinamo leikvanginum. Dans- og söngatriði lokahátíðarinnar voru glæsileg og fór einnig mögnuð flugeldasýning fram. Valgarð Reinhardsson var fánaberi íslenska hópsins. Valgarð keppti einnig á Evrópuleikunum 2015, þar sem hann stóð sig best í stökki. Valgarð hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár. Hann náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu 2018, en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu sumarið 2018. Valgarð hefur mikinn metnað fyrir íþrótt sinni og er glæsileg fyrirmynd yngri iðkenda.

Næstu Evrópuleikar fara fram í Krakow í Póllandi sumarið 2023. 

Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope

Á myndinni má sjá Valgarð með Róberti Kristmannssyni, flokksstjóra og þjálfara fimleikahópsins.

Myndir eru fengnar frá EOC.

Myndir með frétt