Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Minsk 2019 - Verðlaunatafla á sjötta degi

26.06.2019

Evrópuleikarnir fara nú fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Rússar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir fyrstu dagana með samtals 59 verðlaun og þar af 25 gullverðlaun. Næstir koma Hvít-Rússar með samtals 44 verðlaun og þar af 15 gullverðlaun. Verðlaunatöfluna má sjá hér á vefsíðu Evrópuleikanna 2019.

Tákn Evrópuleikanna 2019, hið töfrandi blóm Paparats Kvetka, er mikilvægur hluti af útliti verðlaunapenings Evrópuleikanna 2019, en blómið umlykur merki leikanna í miðjunni. Blómið táknar líka sólina, en nú þegar að leikarnir fara fram er heitasti tími ársins í Hvíta-Rússlandi og segja Hvít-Rússar að á þessum tíma sé eins og sólin sé að bráðna á himninum. Tréboxið utanum verðlaunapeningana er tákn hefðbundinna hvítrússneskra tréverka og náttúru. Verðlaunapeningarnir eru 9.5 cm í þvermál, sem vísar í 9.5 milljóna íbúa Hvíta-Rússlands. Sagt er að blómið Paparats Kvetka láti drauma rætast þegar að það blómstrar og því sé táknrænt að blómið sé á verðlaunapeningnum, því þeir sem hljóta verðlaunapening hafa fengið drauma sína uppfyllta. Um 20 klukkustundir fara í að búa til hvern einasta verðlaunapening. Hver verðlaunapeningur vegur 540 grömm, er 9.5 cm í þvermál og um 1 cm á þykkt. Samtals verða afhendir 1084 verðlaunapeningar, 329 gull- og silfur verðlaunapeningar ásamt 426 bronsverðlaunapeningum. 

Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope